fbpx

Geim-Mér-Ei

Miðnætti leikhús

Frumsýnt 2. maí 2020

Sólkerfi, svarthol og stórhuga stelpa

 

Geim-mér-ei er spennandi og skemmtileg brúðusýning um ferðalag út í geim, ævintýraþrá, áræðni og óvænta vináttu. Vala er 6 ára forvitin og uppátækjasöm stelpa með brennandi áhuga á himingeimnum. Kvöld eitt brotlendir geimskip í garðinum hennar. Vala fer um borð, kemur því á loft og á ferðalaginu kynnist hún sólkerfinu okkar, sér loftsteina og halastjörnur, svarthol og geimþokur. En geimskipið er bilað og brotlendir aftur á fjarlægri plánetu. Þar kynnist Vala geimverunni Fúmm sem hefur týnt geimskipinu sínu. Þrátt fyrir að vera ólík og hafa í fyrstu verið smeyk við hvort annað, myndast með þeim dýrmæt vinátta.

 Geim-mér-ei er túlkuð án orða og hentar því börnum með ólík móðurmál. Brúðuleikurinn og tónlistin segja söguna í sameiningu og leiða áhorfendur í gegnum atburðarásina. Leikhúsgestum er boðið að taka þátt í eldflaugarsmiðju í anddyri Tjarnarbíós og hitta brúðurnar Völu og Fúmm eftir sýningu. Bunraku brúðuaðferðin sem notuð er í sýningunni reynir á ímyndunaraflið og sýningin getur því einnig hvatt til skapandi leikstunda þegar heim er komið.

X