fbpx

Fegurð í mannlegri sambúð

Frumsýnt á Reykjavík Dance Festival, 22. nóvember 2019

Leiðsöguferð um Reykjavík þar sem leiðsögumennirnir eru ungt fólk með fötlun.

 

Fegurð í mannlegri sambúð er leiðsöguferð um Reykjavík þar sem leiðsögumennirnir eru ungt fólk með fötlun.Þau fylgja okkur á staði sem eru þeim kærir deila með okkur sögum, söng, dansi, draumum, örlagaríkum augnablikum eða fantasíum. Þessir staðir geta verið verið ákveðinn veitingastaður, falin náttúruperla, heimili einhvers og allt þar á milli.

Við þekkjum Reykjavík á ólíkan hátt, höfum upplifað staði og augnablik með okkar augum og eigum mismunandi minningar af sömu stöðum. Hér gefst tækifæri til að ferðast saman sem einn stór fjölbreyttur hópur og fá að kynnast borginni í gegnum augu nágranna okkar. Deilir þú kannski þýðingamiklum stað með einhverjum sem þú hefur aldrei hitt áður?

Verkið er unnið af Gunni Martinsdóttur Schlüter, Olgu Sonju Thorarensen og Ásrúnu Magnúsdóttur í náinni samvinnu við flytjendur þess.

 

Höfundar og listrænir stjórnendur: Olga Sonja Thorarensen, Ásrún Magnúsdóttir og Gunnur Martinsdóttir Schlüter

Styrktaraðilar: Reykjavíkurborg, Rannís

X