fbpx

The Brogan Davison Show

Dance For Me

Frumsýnt 21. febrúar 2020
Sýningin er á ensku

 

Hún þarf greinilega á hjálp að halda
– Umhyggjusamur áhorfandi

 

The Brogan Davison Show er uppistandsleiksýning sem skoðar hvað það er að sviðssetja „sjálf“ í flóknum heimi sjálfsmyndarpólitíkur og endursköpunar. Sýningin dansar á hárfínni línu há- og lágmenningar, afþreyingar og samtímagjörningarlistar. Henni tekst svo sjaldnast að gera öllum til geðs – þrátt fyrir að leggja allt í sölurnar.Í sýningunni gerir hin vandræðanlega og viðkvæma Brogan Davison tilraun til þess að sigra hug og hjörtu áhorfenda. Hún segir sögur og brandara úr uppvexti sínum í breskri verkamannastétt, endurlifir tíma sinn sem bakraddasöngvari í rokk og ról ábreiðuhljómsveit pabba síns og á í heimspekilegu samtali við míkrafónstand.
 
Í kjarna þessarar einlægu og sprenghlægilegu sýningar er að finna væntumþykju fyrir hinu misheppnaða. Þannig er dregin fram sú fegurð og það frelsi sem er að finna í ófullkomleikanum. The Brogan Davison Show er í senn einfeldningsleg og gáfuleg sýning, viðfangsefnin eru fjölbreytt en sýningin er fyrst og fremst ástarjátning til allra sem eru að reyna að finna sig.

The Brogan Davison Show er nýjasta sviðsverk verðlaunasviðshópsins Dance For Me sem er samstarf danshöfundarins Brogan Davison og leikstjórans Péturs Ármannssonar. Þau kafa nú enn dýpra ofan í rannsóknir sínar á sviðsetningu sjálfsins í þessari frábæru sýningu sem er full af ást, reiði, hugrekki og heimsku. Sýningin hefur meðal annars verið sýnd í Productiehuis Theater Rotterdam (HOL), Fabbrica Europa (IT), Meteor Festival (NO), Rosendal Teater (NO), Everybody’s Spectacular (ISL) og Reykjavík Dance Festival (ISL).

 

Höfundur: Brogan Davison Dramatúrg: Pétur Ármannsson Listræn aðstoð: Ingrid Vranken and Samara Hersch Meðframleiðendur: Indiciplinarte (IT), Das Theatre School (HOL), Reykjavík Dance Festival, Productiehuis Theater Rotterdam (HOL) Markaðssetning: Heba Eir Kjeld

X