fbpx

The Brogan Davison Show

Dance For Me

Frumsýnt 28. febrúar 2020
Sýningin er á ensku

 

Hún þarf greinilega á hjálp að halda
– Umhyggjusamur áhorfandi

 

 Fyrir þremur árum byrjaði hin vandræðalega og viðkvæma Brogan Davison að fara inn á heimili ókunnugra til þess að flytja litlu uppistandssýninguna sína. Núna þarf hún stærra svið.

Jafn hjartnæm og hún er hlægileg fetar The Brogan Davison Show hárfína línu á milli stórsigurs og stórslyss. Í sýningunni gerir Brogan einlæga en veruleikafirrta tilraun til þess að sigra hug og hjörtu áhorfenda með sögum og bröndurum úr uppvexti sínum í breskri verkamannastétt, íhugar hvaða áhrif það hefur haft á hana að flytja til Ísland og syngur lög sem spretta úr hennar pínulitla höfði.

The Brogan Davison Show er nýjasta sviðsverk verðlaunasviðshópsins Dance For Me sem er samstarf danshöfundarins Brogan Davison og leikstjórans Péturs Ármannssonar. Þau kafa nú enn dýpra ofan í rannsóknir sínar á sviðsetningu sjálfsins í þessari frábæru sýningu sem er full af ást, reiði, hugrekki og heimsku. Sýningin hefur meðal annars verið sýnd í Productiehuis Theater Rotterdam (HOL), Fabbrica Europa (IT), Meteor Festival (NO), Rosendal Teater (NO), Everybody’s Spectacular (ISL) og Reykjavík Dance Festival (ISL).

 

Höfundar: Brogan Davison and Pétur Ármannsson Listræn aðstoð: Jónas Reynir Gunnarsson, Björn Leó Brynjarsson, Alexander Roberts og Ingrid Vranken Meðframleiðendur: Indiciplinarte (IT), Das Theatre School (HOL), Reykjavík Dance Festival, Productiehuis Theater Rotterdam (HOL)

X