fbpx

STARFIÐ

Starfsfólk

Sara Martí Guðmundsdóttir

Sara Martí Guðmundsdóttir

Leikhússtjóri

Sindri Þór Sigríðarson

Sindri Þór Sigríðarson

Framkvæmdastjóri

Gígja Sara Björnsson

Gígja Sara Björnsson

FOH stjórnandi

Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Sviðsstjóri

Kristín Waage

Kristín Waage

Tæknistjóri

Tæki og tól

Tækjabúnaður í húsinu

Tjarnarbíó er black-box leikhús sem býr yfir öllum helsta tækjabúnaði til uppsetninga og sýninga á sviðslistum. Smellið hér að neðan til að sjá tækjalistann.

Tækjalisti

MYNDBÚNAÐUR:

Sýningartjald á sviði 6,5m x 3,7m 16:9 Ratio
Hitachi CP-X 10000 7500 ANSI Lumens

Skrifstofuvarpar
Panasonic PT AE4000 1600 lumens
Toshiba TDP-T90A

LJÓSABÚNAÐUR:

Grand MA2 OnPC Command vængur og Fader vængur
144 Dimmer rásir
30 x ETC ColorSource Par Deep Blue
6 x ROBE DL4S
2 x ETC Revolution
30 x PAR CP64 1000w
8 x ETC S4 Zoom 15/30 750w
16 x ETC S4 Zoom 25/50 750w
4 x Prelude Fresnel 2Kw
1 x Look Solutions Unique 2.1 Hazer Mistvél
1 x Martin ZR35 Fog Reykvél 

HLJÓÐBÚNAÐUR

Allen & Heath dLive C2500 surface
dLive CDM36 MixRack
3 x DX168 Stage Box

Hljóðkerfi

2 x Meyer Sound CQ
2 x Meyer Sound UPJ-1
Meyer Sound 750-P Botn

Aukalega
2 x Meyer Sound UPJ-1
4 x Yamaha DSR112 monitor

Hljóðnemar

5 x Audix OM7
6 x Audix i5
2 x Audix ADX-51 cardoid condenser
2 x Audix D2
1 x Audix D4
1 x Audix D6
3 x Mipro Þráðlaus ACT-707HM
3 x Mipro Spöng ACT-7T

Annað

2 x Stereo DI Box Klark Teknik DN200
3 x Mono DI Box Klark Teknik DN100

1 x Beinn hljóðnema standur
8 x Bómu hljóðnema standur
5 x Lítill hljóðnema standur

Gildi og stefna

Framtíðarsýnin okkar er að vera…

 • …meginvettvangur nýsköpunar í íslenskum sviðlistum.
 • …leiðandi afl hérlendis í alþjóðlegu samstarfi í sviðslistum.
 • …upplýsingamiðstöð um sviðslistir.

 

Okkar hlutverk

 • Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra sviðslista og okkar hlutverk er að reka heimilið á ábyrgan hátt.
 • Heildarhagsmunir íslenskra sjálfstæðra sviðslista og skapandi greina til framtíðar eru í fyrirrúmi.
 • Við erum í samtali við íslenskt samfélag.
 • Við þjónustum af heilindum áhorfendur og listamenn.
 • Við hjálpum listamönnum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.
 • Við stöndum fyrir því að hér sé umræða um sviðlistir á breiðum grunni.

 

Gildi

 • Í Tjarnarbíói ríkir fullkomið jafnrétti. Við komum fram af virðingu hvert við annað.
 • Við byrjum alla hugmyndavinnu á að spyrja, hvernig væri hugmyndin framkvæmd í fullkomnum heimi áður en við takmörkum okkur.
 • Í Tjarnarbíói á öllum aðstandendum að líða eins og hagsmunir þeirra og Tjarnarbíós séu hinir einu og sömu.

Markmið okkar er að…

 • …bjóða upp á fjölbreytta dagskrá af því besta og ferskasta í íslenskum sviðlistum.
 • …rekstur Tjarnarbíós verði sjálfbær til framtíðar innan 10 ára.
 • …samstarfssamningur við Reykjavíkurborg sé tryggður til langframa.
 • …listamönnum fari að þykja sjálfsagt að deila hugmyndum og skilji að styrkur okkar felst í einingu okkar og flæði hugmynda.
 • …efla alþjóðlegt tengslanet.
 • …almenningur öðlist aukinn skilning á vinnu listamanna og mikilvægi hennar fyrir þjóðfélagið.
 • …sjálfstæðum sviðslistum vaxi ásmegin sem atvinnu- og útflutningsgrein.

 

Vinnureglur

 • Ef við erum í vafa um það hvort eigi að bregðast við eða ekki, bregðumst við við.
 • Við ástundum gagnsæ vinnubrögð, vinnum fyrir opnum tjöldum og miðlum upplýsingum þannig að öllum sem starfa í húsinu séu stefna okkar og reglur ljósar.
 • Við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og gera betur. Mistök eru tækifæri, svo lengi sem við lærum af þeim.

Val á verkefnum

Starfsreglur framkvæmdarstjóra og stjórnar MTB um það hvernig staðið skal að vali á verkefnum inn í Tjarnarbíó 

 • Markmiðið með þessum reglum er að allir sitji við sama borð þegar kemur að umsóknum óháð tengslum, venslum eða völdum.
 • Stjórn og framkvæmdarstjóri leggja við drengskap sinn að vinna heiðarlega og faglega, þannig að heildarhagsmunir sjálfstæðra sviðslista til framtíðar séu alltaf í fyrirrúmi.
 • Ef að umsókn er á vegum stjórnarmanna eða framkvæmdarstjóra hafa þeir ekki ákvörunarvald en varamaður í stjórn MTB skal taka ákvörðun í þeirra stað. Eins ef stjórnarmaður eða framkvæmdarstjóri telja sig af öðrum sökum vanhæfa.
 • Ef þannig vill til að fleiri en einn stjórnarmaður eiga þátt í umsókn eða telja sig vanhæfa skal næst leita til áheyrnarfulltrúa SL í stjórn MTB, þá næst tæknistjóra Tjarnarbíós, þá markaðs- og miðasölustjóra og að lokum sviðsstjóra MTB.
 • Séu meirihluti stjórnar sammála um að innan okkar raða séum við ekki fær um að dæma verkefni á faglegum forsendum er sjálfsagt að skipa fjögurra manna nefnd til að meta umsókn.
 • Minnst fjórir aðilar skulu meta hvert verkefni.    
 • Framkvæmdarstjóri ber ábyrgð á því að kynna sér og leggja fyrir stjórn þau gögn sem þarf til að meta hverja umsókn viku fyrir fund.  
 • Framkvæmdarstjóri hefur heimild til að setja sig í samband við listamenn og hópa sem hann telur að gætu sómt sér vel í Tjarnarbíói, en endanleg ákvörðun á vali er alltaf í höndum stjórnar samkvæmt þessum starfsreglum.
 •  Framkvæmdarstjóri hefur frelsi til að skipa dagskrá utan aðalrýmis. Hann skal vinna eftir gildum og markmiðum Tjarnarbíós og fara eftir valferlisreglum.

Mat á umsóknum hópa og listamanna sem vilja setja upp verkefni í Tjarnarbíói

Þessar valferlisreglur eru hafðar til hliðsjónar hvort heldur um ræðir mat á umsóknum hópa sem sækja um sérsamning (4 vikur í æfingatíma á sviði frítt og hagstæð skipti á miðasölu) eða listamanna og hópa sem sækja um á öðrum forsendum (vika eða minna í æfingar, föst lágmarksupphæð per sýningu og skipting á miðasölu eftir það).

Verkefni fá einkunn á skalanum 1-10 fyrir hvert og eitt eftirtalinna atriða:

 • 10 – Er umsóknaraðili í SL? /nei (félagar í SL hafa forgang) Nei 0 stig  10 stig.
 • 5% – Hvert er nýnæmi verkefnisins í íslensku sviðslistaumhverfi?
 • 10% – Er framkvæmdaráætlun verkefnisins skýr og raunhæf?
 • 10% – Er verkefnið líklegt til að auka hróður Tjarnarbíós og sjálfstæða geirans?
 • 5% –  gera ráð fyrir því  verkefnið dragi  nýja áhorfendur?
 • 10% – Hvernig passar verkefnið inn í efnisskrá Tjarnarbíós með tilliti til fjölbreytileika hennar í heild?
 • 15% – Er kostnaðaráætlun verkefnisins raunhæf og inniheldur hún raunhæfa markaðs- og kynningaráætlun?
 • 10% – Hafa forsvarsmenn verkefnisins bakgrunn, menntun og/eða reynslu sem ætti að verða til þess að raunhæft sé að ætla að þeir nái markmiðum sínum listrænt og fjárhagslega?
 • 5% – Fá listamenn og aðrir sem að verkefninu standa greitt fyrir vinnu sína?
 • 5% – Á verkefnið möguleika til markaðssóknar á erlendum vettvangi?
 • 10% – Er verkefnið líklegt til   góða aðsókn?
 • 5% – Á verkefnið erindi við samfélagið?

Mat á viðburðum sem leigja aðstöðuna á föstu verði

Gefum einkunn á skalanum 1-10 fyrir hvern eftirtalinn lið. Framkvæmdarstjóri, tæknistjóri og markaðs- og miðasölustjóri meta verkefnin (þau verða alltaf kynnt stjórnar til samþykktar).

 • 30% – Er viðburðurinn líklegur til  auka hróður Tjarnarbíós?
 • 10 % – Er viðburðurinn líklegur til að draga að sér hóp sem annars kæmi líklega ekki í Tjarnarbíó?
 • 50% – Er viðburðurinn líklegur til  geta greitt umsamda leigu?
 • 10 % – Er viðburðurinn með góða markaðs- og kynningaráætlun sem er fjármögnuð?

Mat á vinnustofuumsóknum einstaklinga/verkefna/hópa sem ætla að nýta sér önnur rými en aðalrýmið (residency).

Framkvæmdarstjóri, tæknistjóri og formaður stjórnar eða staðgengill hans meta þessar umsóknir. Umsækjandi verður að vera tilbúinn til þess að kynna verkefnið og verkferlið fyrir gestum Tjarnarbíós á vinnuferlinu. Æskilegt er að viðkomandi skilji eftir sig verk.

 • 15% – Hefur verkefnið rannsóknargildi?
 • 15% – Er verkefnið nýnæmi?
 • 15% – Er verkefnið/umsækjandi líklegt/ur til að auka hróður Tjarnarbíós?
 • 15% – Er verkefni/umsækjendur með háskólapróf í listum eða hefur/hafa sambærilega reynslu?
 • 10% – Er umsækjandi tilbúinn  vinna fyrir opnum dyrum? 
 • 10% –  ætla  ruðningsáhrif verði af verkefninu? 
 • 10% – Eru áætlanir umsækjanda um verkefnið raunhæfar? 
 • 10% – Er verkefnið fjármagnað?

Erlend samstarfsverkefni

Það á að vera akkur Tjarnarbíós að stunda öflugt samstarf við erlenda sviðslistamenn og hópa. Markmiðið er að auðga íslenskt sviðslistalíf og auka möguleika íslenskra sviðslistamanna og hópa að leita nýrra markaða með verk sín.

 • 15%  Er verkefnið líklegt til  auka hróður Tjarnarbíós? 
 • 25% – Er verkefnið sjálfbært að öðru leiti en að vanta húsnæði og tíma?
 • 10% – Er verkefnið nýnæmi í íslensku sviðslistaumhverfi? 
 • 10% – Er verkefnið líklegt til   aðsókn? 
 • 10% – Er líklegt  ruðningsáhrif verði af verkefninu?
 • 10% – Er verkefnið liður í tengslamyndun íslenska sviðslistageirans til framtíðar?  
 • 10% – Er verkefnið vel fjármagnað?
 • 10% –Eru þeir sem að verkefninu standa fagfólk og áætlanir þeirra og væntingar til Tjarnarbíós og Íslands raunhæfar? 

Barnastarf á virkum morgnum

Sýningar á virkum dögum sem raska æfingatíma hópa í húsinu ekki að neinu marki. Þessir hópar þurfa að lágmarki að greiða þann kostnað sem fellur til vegna sýningarinnar. Skilyrði er að hópar sem fá þessi afnot að húsinu séu félagar í SL. 

 • 20% – Er verkefnið hrein viðbót við dagskrá Tjarnarbíós? 
 • 20% –Er verkefnið þannig í laginu að auðvelt er að standa að skiptingum, uppsetningu og frágangi þannig að raski sem minnst annarri starfsemi í húsinu?
 • 15% –  aðstandendur greitt fyrir vinnu sína?
 • 15% – Er verkefnið fært um  greiða leigu?
 • 15% –Er verkefnið líklegt til að draga sér áhorfendur sem önnur dagskrá í sama tíma í húsinu er ekki að höfða til? 
 • 15% – Er verkefnið liður í að Tjarnarbíó uppfylli samstarfssamning við Reykjavíkurborg?
X