Áskriftarkort Tjarnarbíós
Sölu áskriftarkorta fyrir leikárið 20/21 er nú lokið.
Sala áskriftarkorta fyrir leikárið 21/22 mun hefjast í lok sumars.

Sýningakort
Sýningarkortið veitir 30% afslátt á að minnsta kosti 3 sýningar leikársins og 20% afslátt á Tjarnarbarinn. Aðvelt er að bæta við sýningum á kortið sjálft en korthöfum býðst einnig að kaupa gjafamiða fyrir vini eða fjölskyldumeðlimi á 20 % afslætti. Kortið gildir ekki á frumsýningar.

Ungmennakort
Ungmennakortið er fyrir alla 25 ára og yngri sem vilja tryggja sér sæti á að minnsta kosti 3 viðburði á 50% afslætti. Einnig veitir kortið 20% afslátt á Tjarnarbarinn og gjafakaup á önnur sviðsverk á 30% afslætti. Kortið gildir ekki á frumsýningar og þegar kortið er sótt biðjum við korthafa að framvísa skilríkjum til að sanna aldur.
Gjafakort Tjarnarbíós
Skemmtileg upplifun er góð gjöf.
Hjá okkur í Tjarnarbíói og á tix.is geturðu keypt gjafakort á sýningar hússins og gefið þeim er þér þykir vænt um. Hvert gjafakort getur jafngilt einum eða fleiri miðum eða tiltekinni upphæð, allt eftir þínu höfði.
Gjafakort Tjarnarbíós eru fallega útprentuð á þykkan gljápappír í nafnspjaldastærð. Einnig er hægt að notast við fallegt rafrænt gjafabréf ef keypt er á netinu.
Hægt er að kaupa gjafakort á tix.is eða í miðasölu Tjarnarbíós. Frí heimsending í boði.
Menningarkort Reykjavíkur
Tjarnarbíó er hluti af menningarkorti Reykjavíkurborgar og njóta korthafar 20% afsláttar á sýningum leikársins.
Til að nýta afsláttinn þurfa korthafar að koma í miðasölu Tjarnarbíós og framvísa menningarkortinu þegar greitt er fyrir miðana. Því miður er ekki mögulegt að nota menningarkortið við miðakaup á netinu.
Korthafar geta haft samband við miðasölu með netfanginu midasala(hjá)tjarnarbio.is eða í síma 527-2100 og látið taka frá miða sem þeir koma svo síðar og greiða. Í þeim tilvikum þarf einnig að framvísa menningarkortinu þegar greitt er fyrir miðana til að njóta afsláttar.
Ath! Við endurgreiðum ekki mismuninn á miðaverði og afsláttarverði til korthafa sem keypt hafa miða á fullu verði.