fbpx

Kort

Keyptu áskriftar- eða gjafakort Tjarnarbíós hér að neðan

Gjafakort Tjarnarbíós

Skemmtileg upplifun er góð gjöf.

Hjá okkur í Tjarnarbíói og á tix.is geturðu keypt gjafakort á sýningar hússins og gefið þeim er þér þykir vænt um. Hvert gjafakort getur jafngilt einum eða fleiri miðum eða tiltekinni upphæð, allt eftir þínu höfði.

Gjafakort Tjarnarbíós eru fallega útprentuð á þykkan gljápappír í nafnspjaldastærð. Einnig er hægt að notast við fallegt rafrænt gjafabréf ef keypt er á netinu.

Hægt er að kaupa gjafakort á tix.is eða í miðasölu Tjarnarbíós. Frí heimsending í boði.

Menningarkort Reykjavíkur

Tjarnarbíó er hluti af menningarkorti Reykjavíkurborgar og njóta korthafar 20% afsláttar á sýningum leikársins.

Til að nýta afsláttinn þurfa korthafar að koma í miðasölu Tjarnarbíós og framvísa menningarkortinu þegar greitt er fyrir miðana. Því miður er ekki mögulegt að nota menningarkortið við miðakaup á netinu.

Korthafar geta haft samband við miðasölu með netfanginu midasala(hjá)tjarnarbio.is eða í síma 527-2100 og látið taka frá miða sem þeir koma svo síðar og greiða. Í þeim tilvikum þarf einnig að framvísa menningarkortinu þegar greitt er fyrir miðana til að njóta afsláttar.

Ath! Við endurgreiðum ekki mismuninn á miðaverði og afsláttarverði til korthafa sem keypt hafa miða á fullu verði.

Áskriftarkort Tjarnarbíós

Við í Tjarnarbíói erum stolt af að kynna glæný og fersk áskriftarkort fyrir leikárið 19/20! Í boði eru þrjár gerðir korta sem allar veita veglegan afslátt af almennu miðaverði ásamt öðrum fríðindum. Með sýningarkortið í vasanum færðu tækifæri til að upplifa þau sviðsverk leikársins sem þú villt ekki missa af, en ef þú vilt gera meira úr kvöldinu geturðu tryggt þér sæti á frumsýningar með Stjörnukortinu. Í fyrsta sinn bjóðum við nú upp á sérstök ungmennakort!

Gakktu í Tjarnarbíó fjölskylduna og tryggðu þér kort sem hentar þínum þörfum. Kortin miðast öll við að korthafar velji að minnsta kosti þrjár sýningar en engin takmörk eru fyrir hversu margar sýningar þau rúma. Með hverri leið fylgir afsláttur á kaffihús og bar hússins og aðgangur í vinaklúbb Tjarnarbíós með tilheyrandi boðum og sérkjörum á aðra viðburði.

Keyptu áskriftarkort sem hentar þér hér að neðan.

Sýningarkort

Sýningarkortið veitir 30% afslátt á að minnsta kosti 3 sýningar leikársins og  20% afslátt á Tjarnarbarinn. Aðvelt er að bæta við sýningum á kortið sjálft en korthöfum býðst einnig að kaupa gjafamiða fyrir vini eða fjölskyldumeðlimi á 20 % afslætti og miða og passa á Vorblót á 20% afslætti.  Kortið gildir ekki á frumsýningar.

Stjörnukort

Stjörnukortið er fyrir þau sem vilja gera meira úr kvöldinu. Það tryggir 25% afslátt á að minnsta kosti 3 frumsýningar leikársins og 20% afslátt á Tjarnarbarinn. Einnig geta korthafar keypt miða og passa á Vorblót á 20% afslætti. Með hverjum miða fylgir einn frumsýningardrykkur í boði hússins. Að auki geta korthafar keypt gjafamiða fyrir vini og vandamenn á 20% afslætti.

Ungmennakort

Ungmennakortið er fyrir alla 25 ára og yngri sem vilja tryggja sér sæti á að minnsta kosti 3 viðburði á 50% afslætti. Einnig veitir kortið 20% afslátt á Tjarnarbarinn og gjafakaup á önnur sviðsverk á 30% afslætti. Kortið gildir ekki á frumsýningar og þegar kortið er sótt í fyrsta sinn biðjum við korthafa að framvísa skilríkjum.

X