fbpx

HÚSIÐ

Miðasala

Miðasala Tjarnarbíós fer fram í gegnum tix.is eða í gegnum tölvupóstfangið midasala(hjá)tjarnarbio.is

Við reynum eftir bestu getu að svara öllum erindum eins fljótt og auðið er, en þú getur sparað okkur sporin með því að passa að eftirfarandi upplýsingar fylgi með: fullt nafn, kennitala, heiti sýningar, dagsetning og tími. 

Þú getur líka náð í okkur í síma 527-2100 alla virka daga milli 11-17 og tveimur tímum fyrir viðburði. 

Allar upplýsingar um viðburði og sýningar er að finna á tjarnarbio.is eða facebook síðu Tjarnarbíó. 

Aðgengi

Strætó – Leiðir 1, 3, 6, 11, 12, 13 og 55 stoppa beint fyrir utan Ráðhúsið. Þaðan tekur innan við mínútu að rölta í Tjarnarbíó. 

Bílastæði við Tjarnarbíó – Við hvetjum gesti og gangandi til að íhuga að skilja einkabílinn eftir heima. Best er þó að leggja í bílastæðahúsi Ráðhússins sem er opið alla daga milli 7-24.

Aðgengi hjólastóla – Það er gott aðgengi hjólastóla bæði á kaffihúsi Tjarnarbíós og inni í áhorfendasal. Starfsfólk miðasölunnar aðstoðar fólk í hjólastól við að finna góðan stað inn í sal. 

Tjarnarbarinn

Miðstöð lista og sköpunar

Tjarnarbarinn veitir gestum Tjarnarbíós ýmiskonar fljótandi veitingar, heitar og kaldar ásamt gómsætu mauli. Til gamans má geta að gestum er frjálst að taka veitingar með sér inní sal og njóta þeirra á meðan á sýningum stendur.

Tjarnarbarinn kaffihús er opinn á milli klukkan 11 og 17. Á matseðlinum eru meðal annars gómsætar grænmetissúpur, grilluð panini og súrdeigsbrauð með hummus – allt heimalagað hér hjá okkur. Nýbökuð smjördeigshorn, muffins – og að sjálfsögðu kaffi og te.

 

Útleiga

Tjarnarbíó er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur veislur, leiksýningar, fyrirlestra og tónleika.

Húsið er rúmlega 100 ára gamalt, hýsti í upphafi íshús og slökkvistöð og stendur við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur.

Í Tjarnarbíó er 180 sæta áhorfendabrekka og lítið mál að bæta við sætum fremst þannig að salurinn rúmi 208 manns sitjandi. Í Tjarnarbíó er leyfi fyrir 300 manns á standandi viðburðum.

Hér er fyrirtaks förðunar- og búningaaðstaða. Húsið er leikhús í grunninn en hægt er að breyta uppsetningu á salnum þannig að hann rúmi allt að 130 manna sitjandi veislur.

Tjarnarbíó á ekki borð eða stóla en við getum haft milligöngu um að fá slíkt lánað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tjarnarbíó á ekki borðbúnað fyrir stærri veislur en getur einnig haft milligöngu um að útvega hann.

Í framhúsi Tjarnarbíós er Tjarnarbarinn, afar skemmtilegt kaffihús og bar sem einnig hefur verið leigt út. Tjarnarbarinn hefur einkarétt á sölu á drykkjaföngum. Á Tjarnarbarnum rúmast vel 50-70 manns og eru þar borð,  stólar og helsti borðbúnaðurinn.

Í Tjarnarbíó eru auk þess nokkur minni rými sem hægt er að leigja, líkt og æfingasalurinn sem rúmar vel 20 manns auk þess sem gamla slökkvistöðvarportið er einstaklega skemmtilegt þegar vel viðrar utandyra. Tjarnarbió er í íbúðabyggð og hefur vínveitingaleyfi til kl. 23:00.

Húsið er fullbúið leikhús, með frábært hljóðkerfi, monitora og hljóðnema, fullbúið ljósum og myndvörpum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um tæknibúnað hússins hér fyrir neðan.

Við húsið starfar fært tæknifólk sem þekkir húsið út og inn. Ef þú hefur áhuga á að leigja Tjarnarbíó undir viðburð eða vilt frá frekari upplýsingar hafðu þá samband í gegnum tjarnarbio@tjarnarbio.is 

 

Tækjabúnaður í húsinu

MYNDBÚNAÐUR:

Sýningartjald á sviði 6,5m x 3,7m 16:9 Ratio

Hitachi CP-X 10000 7500 ANSI Lumens

Skrifstofuvarpar

Panasonic PT AE4000 1600 lumens

Toshiba TDP-T90A

LJÓSABÚNAÐUR:

Grand MA2 OnPC Command vængur og Fader vængur

144 Dimmer rásir

30 x ETC ColorSource Par Deep Blue

6 x ROBE DL4S

2 x ETC Revolution

30 x PAR CP64 1000w

8 x ETC S4 Zoom 15/30 750w

16 x ETC S4 Zoom 25/50 750w

4 x Prelude Fresnel 2Kw

1 x Look Solutions Unique 2.1 Hazer Mistvél

1 x Martin ZR35 Fog Reykvél

 

HLJÓÐBÚNAÐUR

Allen & Heath dLive C2500 surface

dLive CDM36 MixRack

3 x DX168 Stage Box

Hljóðkerfi

2 x Meyer Sound CQ

2 x Meyer Sound UPJ-1

Meyer Sound 750-P Botn

Aukalega

2 x Meyer Sound UPJ-1

4 x Yamaha DSR112 monitor

Hljóðnemar

5 x Audix OM7
6 x Audix i5
2 x Audix ADX-51 cardoid condenser
2 x Audix D2
1 x Audix D4
1 x Audix D6

3 x Mipro Þráðlaus ACT-707HM

3 x Mipro Spöng ACT-7T

Annað

2 x Stereo DI Box Klark Teknik DN200
3 x Mono DI Box Klark Teknik DN100


1 x Beinn hljóðnema standur

8 x Bómu hljóðnema standur
5 x Lítill hljóðnema standur

Sendu fyrirspurn

X