fbpx

HÚSIÐ

Miðasala

Miðasala Tjarnarbíós fer fram í gegnum tix.is eða í gegnum tölvupóstfangið midasala(hjá)tjarnarbio.is

Við reynum eftir bestu getu að svara öllum erindum eins fljótt og auðið er, en þú getur sparað okkur sporin með því að passa að eftirfarandi upplýsingar fylgi með: fullt nafn, kennitala, heiti sýningar, dagsetning og tími. 

Þú getur líka náð í okkur í síma 527-2100 alla virka daga milli 11-17 og tveimur tímum fyrir viðburði. 

Allar upplýsingar um viðburði og sýningar er að finna á tjarnarbio.is eða facebook síðu Tjarnarbíó. 

Miðakaup

ATH! Sem stendur þurfa allir gestir fæddir 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðum niðurstöðum Covid-19 hraðprófs við komuna í Tjarnarbíó. Niðurstöðurnar mega ekki vera eldri en 48klst gamlar og prófið verður að vera framkvæmt af viðurkenndum sýnatökuaðila.

Almennt miðaverð á sýningar í Tjarnarbíói er 4.400kr

Almennt miðaverð á barna- og fjölskyldusýningar er 3.100kr. ATH! Allir leikhúsgestir þurfa að hafa miða, óháð aldri.

Miðaverð á sýningar leikársins, gestasýningar og aðra viðburði í Tjarnarbíói er breytilegt, vinsamlega skoðið viðkomandi viðburð. Ath! Afsláttarkjör hússins gilda ekki endilega á gestasýningar og viðburði aðra en leikárið.

Eldri borgarar, öryrkjar og fagfélög listafólks fá 20% afslátt af almennu miðaverði. Hafið samband í gegnum midasala(hjá)tjarnarbio.is og við sendum greiðsluhlekk með afslættinum þar sem þið getið gengið frá kaupunum.

Fagfélög listafólks og nemendur LHÍ njóta sérkjara á miðum keyptum á sýningar samdægurs. hafið samband í gegnum midasala(hjá)tjarnarbio.is fyrir frekari upplýsingar.

Leikhúskort sem keypt er að hausti gildir það leikár, en rennur út í lok leikársins, að vori.

Skilmálar miðakaupa

GRÍMUSKYLDA!

 • Leikhúsgestum ber skylda til að vera með andlitsgrímu sem hylur bæði nef og munn. Á meðan sýningu stendur nema á meðan veitinga er neytt.
 • Það er á ábyrgð gesta að koma með sínar eigin andlitsgrímur. Gestir sem ekki koma með andlitsgrímu geta keypt einnota grímu í leikhúsinu.
 • Gestum sem neita að nota grímu verður vísað úr húsinu. Í slíkum tilvikum teljast miðar hafa verið notaðir og fást því ekki endurgreiddir.

ALMENNT UM AÐGÖNGUMIÐA OG SÝNINGAR

 • Það er á ábyrgð eiganda aðgöngumiða að halda utan um sýningardag og tíma.
 • Greiða þarf fyrir aðgöngumiða fyrir öll börn á sýningar og ekki er leyfilegt að sitja undir barni.
 • Notkun farsíma og myndavéla eru óheimilar á meðan á sýningu stendur nema annað sé sérstaklega tekið fram.
 • Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, dagsetningu, sætanúmer og tímasetningu. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á.
 • Miðar eru fráteknir í 7 daga að hámarki – eftir það dettur frátektin út.

KAUPSKILMÁLAR

 • Miði telst notaður hafi ekki verið afpantað í síðasta lagi 24 tímum fyrir sýningu.
 • Ekki er heimilt að endurselja öðrum miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandanda viðburðar, þá áskilur Tjarnarbíó sér rétt til að ógilda miðann.
 • Ef viðburður fellur niður þá eru eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.
 • Ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu innan 7 daga frá því ný dagsetning er tilkynnt.
 • Þegar þú hefur keypt miða hjá Tjarnarbíói, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð. Miðar greiddir með gjafakortum fást ekki endurgreiddir. Hóptilboð fást ekki endurgreidd.
 • Almenn gjafakort Tjarnarbíós renna út á þremur árum, en ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort er notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, þarf að greiða mismuninn. Gjafakort er ekki hægt að fá endurgreidd. Sum gjafakort hafa hinsvegar ákveðinn gildistíma, en þá er það tekið fram á gjafakortunum.
 • Týnt gjafakort er tapað fé.

Aðgengi

Strætó – Leiðir 1, 3, 6, 11, 12, 13 og 55 stoppa beint fyrir utan Ráðhúsið. Þaðan tekur innan við mínútu að rölta í Tjarnarbíó. 

Bílastæði við Tjarnarbíó – Við hvetjum gesti og gangandi til að íhuga að skilja einkabílinn eftir heima. Best er þó að leggja í bílastæðahúsi Ráðhússins sem er opið alla daga milli 7-24.

Aðgengi hjólastóla – Það er gott aðgengi hjólastóla bæði á kaffihúsi Tjarnarbíós og inni í áhorfendasal. Starfsfólk miðasölunnar aðstoðar fólk í hjólastól við að finna góðan stað inn í sal. 

Tjarnarbarinn

Miðstöð lista og sköpunar

Tjarnarbarinn veitir gestum Tjarnarbíós ýmiskonar fljótandi veitingar, heitar og kaldar ásamt gómsætu mauli. Til gamans má geta að gestum er frjálst að taka veitingar með sér inní sal og njóta þeirra á meðan á sýningum stendur.

Tjarnarbarinn kaffihús er opinn á milli klukkan 11 og 17. Á matseðlinum eru meðal annars gómsætar grænmetissúpur, grilluð panini og súrdeigsbrauð með hummus – allt heimalagað hér hjá okkur. Nýbökuð smjördeigshorn, muffins – og að sjálfsögðu kaffi og te.

 

X