fbpx

Júlí, 2020

16júl20:0022:00Grínþyrstir grínistarFyndnustu Mínar og gestir

Meira

Upplýsingar

Eftir margra vikna eymd og volæði í boði ársins 2020 er loks kominn tími til að grína að nýju. Eins og fuglinn Fönix rísa grínistar landsins upp úr öskunni og stíga á stokk á einstökum viðburði sem Hekla Elísabet og Rebecca Scott úr uppistandshópnum Fyndnustu Mínar halda utan um. Auk þess að koma fram sjálfar með nýtt efni fá þær til sín góða gesti úr uppistandssenunni sem allir þekkja, elska, dá og hafa saknað óbærilega í hinu andlega og efnahagslega hruni sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum. Taktu þér frí frá áhyggjum og harmi og leyfðu þér að brosa í gegnum tárin fimmtudagskvöldið 16. júlí.

Tími

(Fimmtudagur) 20:00 - 22:00

Staðsetning

Tjarnarbíó

Tjarnargata 12

X