fbpx

Júlí, 2020

11júl21:3023:30Daðrað á jaðrinumDömur og Herra á RVK Fringe 2020 í Tjarnarbíói

Meira

Upplýsingar

Búrlesk hópurinn Dömur og herra hefur haslað sér völl á Íslandi með lostafullum og lífsglöðum fjölbragðasýningum sem hafa fallið afar vel í kram Íslendinga.
Hópurinn skorar á hólm viðteknar hugmyndir um fegurð og þokka og hver sýning er einstök svo þú getur baðað þig í freyðandi skemmtilegheitum sem eiga engan sinn líka!
Íslenskukunnátta er alveg óþörf enda um sjónræna upplifun að ræða. Gestir þurfa að hafa náð tvítugsaldri og þeim sem eru viðkvæm fyrir dónabröndurum og undrum líkamans er ráðlagt að halda sig heima. Myndatökur eru ekki leyfðar en þú getur fundið okkur á Instagram. Leyfðu okkur að daðra við þig – á fersku og einlægu nótunum.

Athugið:
Á RVK Fringe fá listamennirnir 100% af söluágóða. Til að styrkja við hátíðina sjálfa þurfa gestir að versla hátíðararmband fyrir 1000 krónur. Armbandið gildir út hátíðina og veitir afslætti á börum sýningarstaða.

Tími

(Laugadagur) 21:30 - 23:30

Staðsetning

Tjarnarbíó

Tjarnargata 12

X