fbpx

September, 2017

This is a repeating event

29sep20:3021:30A Thousand Tongues

Meira

Upplýsingar

Hið óræða haf sem skilur tvo heima 

A Thousand Tongues er í senn tónleikar og leiksýning. Myndir og tilfinningar lifna við á sviðinu í gegnum hefðbundna tónlist frá öllum heimshornum í flutningi dönsku söng-, leik- og tónlistarkonunnar Nini Juliu Bang. Hún syngur á tíu ólíkum tungumálum enda endurspeglar verkið margra ára ferðalag hennar um ólíka menningarheima landa á borð við Íran, Spán, Mongólíu, Georgíu og Ísland.

Leikhúsgestir eru leiddir inn í veröld varnarleysis, einangrunar og hins óþekkta. Leikstjórinn, hin bandaríska Samantha Shay, sótti innblástur í rödd Bang við sköpun dularfulls heims þar sem hljóð, vatn og ljós mætast.

A Thousand Tongues var heimsfrumsýnt á Ólympíumóti í leiklist sem haldið var í pólsku borginni Wroclaw, menningarhöfuðborg Evrópu 2016. Sýninguna framleiddi alþjóðlegi listahópurinn Source Material í samstarfi við Grotowski-stofnunina í Póllandi. Þetta er í annað sinn sem Source Material sýnir á sviði Tjarnarbíós. Hópurinn heimsfrumsýndi óperuna of Light í Tjarnarbíói sumarið 2016.

Aðeins tvær sýningar.

A Thousand Tongues

Eftir Source Material og Nini Julia Bang
Flytjandi og hugmyndasmiður: Nini Julia Bang
Leikstjóri: Samantha Shay
Dramatúrg: Jaroslaw Fret
Ljósahönnuður: Nicole Pearce
Hljóð: Paul Evans
Aðstoðarljósahönnuður: Kate Ashton
Aðstoðarleikstjóri: Valerie McCann
Tæknistjóri: Maciej Madry
Framleiðendur: Dagný Gísladóttir og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir

Tími

(Föstudagur) 20:30 - 21:30

X