Vera og vatnið

Barnasýning ársins á Grímunni 2016!  Sýnd aftur í vetur vegna mikilla vinsælda!

Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Við fylgjumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum.Sýningin er sýnd í Tjarnarbíói og er ætluð börnum á aldrinum eins til fimm ára, og fjölskyldum þeirra. Sýningin er 25 mínútur að lengd. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.

Vera og vatnið var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2016 og er sýnd aftur í vetur í Tjarnarbíói vegna mikilla vinsælda.

Bíbí og blaka er fyrsti íslenski danshópurinn sem að einblínir sérstaklega á að vinna dansverk fyrir börn. Fyrri sýningar hópsins, Skýjaborg og Fetta Bretta, hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sýningin Skýjaborg hlaut m.a. Menningarverðlaun DV og samtals 5 tilnefningar til sviðslistaverðlauna Grímunnar. Sýningarnar hafa nú verið sýndar hátt í 100 sinnum í leikhúsum og leikskólum hérlendis, sem og erlendis.

Höfundar: Bíbí & blaka hópurinn
Dans: Tinna Grétarsdóttir
Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

 • 09. 10 2016
  15:00 - 16:45
 • 16. 10 2016
  15:00 - 16:00
 • 23. 10 2016
  15:00 - 16:00
 • 30. 10 2016
  15:00 - 16:00
 • 1. sýning
  26. 02 2017
  15:00 - 15:45
 • 2.sýning
  12. 03 2017
  15:00 - 15:45
 • 3.sýning - Uppselt!
  19. 03 2017
  15:00 - 15:45
 • 4.sýning
  26. 03 2017
  15:00 - 15:45

Sýningar

 • 09. 10 2016
  15:00 - 16:45
 • 16. 10 2016
  15:00 - 16:00
 • 23. 10 2016
  15:00 - 16:00
 • 30. 10 2016
  15:00 - 16:00
 • 1. sýning
  26. 02 2017
  15:00 - 15:45
 • 2.sýning
  12. 03 2017
  15:00 - 15:45
 • 3.sýning - Uppselt!
  19. 03 2017
  15:00 - 15:45
 • 4.sýning
  26. 03 2017
  15:00 - 15:45