Tjarnarkortið 2016-17 á sérstöku jólaverði!

Nú þegar jólin nálgast bjóðum við Tjarnarkortin vinsælu á sérstöku hátíðarverði og í hátíðar búning.

Tilvalið í jólapakkann!

Til að tryggja þér bestu hugsanlegu kjörin á fjölda frábærra sýninga í Tjarnarbíó í vetur er Tjarnarkortið rétt val.

Tjarnarkortið er klippikort sem þú getur notað að vild, það er ekki bundið við eitt nafn, þú getur notað það fyrir þig, fyrir fjölskylduna, vini eða hvern sem er.  Þú getur fengið eins marga miða og þú vilt á hverja sýningu, og þú getur notað það á hvaða sýningu sem er á vegum Tjarnarbíós. Kortin eru af þremur gerðum: 10 skipta, 6 skipta og 4 skipta kort.

Ásamt því að gilda á allar sýningar á vegum Tjarnarbíós veitir kortið einnig 20% afslátt á valda aðra viðburði í húsinu, eins og t.d. tónleika.

Ekki nóg með það, heldur færð þú, sem korthafi, sérkjör á barnum, en við munum bjóða sífellt upp á eitthvað nýtt þar í vetur fyrir korthafa.

Verð á kortunum og nánari skilmálar eru hér að neðan, en fyrir allar frekari upplýsingar skaltu setja þig í samband við okkur í netfanginu midasala@tjarnarbio.is og í síma 527-2100.

10 skipta kort: 22.000 kr.(í stað 25.000)
6 skipta kort: 15.000 kr. (í stað 17.000)
4 skipta kort: 11.000 kr.(í stað 12.000)

Skilmálar:

– Gildir á allar sýningar á vegum Tjarnarbíós (verk sem eru sett upp í samstarfi við Tjarnarbíó). Í þeim tilfellum sem húsið er leigt út undir sýningu, sem Tjarnarbíó tekur ekki þátt í að setja upp, gildir kortið ekki endilega. Við mælum með því að spyrja sérstaklega fyrir þær sýningar.

– Gildir á fyrstu 5 sýningar af hverju verki.
– Bóka þarf miða með viku fyrirvara.
– Kortið veitir 20% afsláttur á aðra valda viðburði.
– Kortið gefur sérkjör á Tjarnarbarnum, en þau eru breytileg og best er að fylgjast með hvaða afslættir eru í gangi hverju sinni.

Eftir kaup á kortinu geturðu komið til okkar og náð í það, eða sent okkur póst á midasala@tjarnarbio.is og beðið okkur að senda þér það í pósti.

Við minnum á að einnig er hægt að kaupa gjafakort í Tjarnarbíó. Gjafakortið er tilvalið í afmælis- og tækifærisgjafir, en auk þess að gleðja viðtakandann með þessari leikhúsupplifun er kortið styrkur til sjálfstæðu leikhúsanna og heimili þess, Tjarnarbíó.

Kortið gildir sem miði á velflestar leiksýningar í húsinu. Til að panta eða fá frekari upplýsingar skaltu senda tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is.

 • 16. 09 2016
  08:00 - 17:00
 • 01. 01 2017
  08:00 - 17:00

Sýningar

 • 16. 09 2016
  08:00 - 17:00
 • 01. 01 2017
  08:00 - 17:00