Þú kemst þinn veg

Þú kemst þinn veg

Einstök innsýn í líf manns með geðklofa.

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Glímt við geðklofa og sem byggir á sama efni og einleikurinn Þú kemst þinn veg verða tvær hátíðarsýningar á verkinu Þú kemst þinn veg 1. og 4. desember kl. 20:30 í Tjarnarbíói. Umræður verða með höfundi verksins, höfundi bókarinnar og Garðari Sölva Helgasyni en bókin og verkið byggir á sögu hans.

Áhorfendum gefst tækifæri að kaupa bókina Glímt við geðklofa á tilboðsverði um leið og þeir kaupa miða á midi.is. Leikhúsmiðinn er á 2.900.-  og tilboðsverðið á bókinni er 1.900.- sem sagt 4.800.- samanlagt.

Verkið veitir einstaka innsýn í líf manns með geðklofa, líf á ofsa hraða og líf þar sem einn dagur er tekinn fyrir einu og þannig sigrast á erfiðleikum.

Í leikverkinu fylgjumst við með persónunni Guðmanni halda fyrirlestur um Garðar Sölva besta vin sinn og umbunarkerfið hans. Fyrirlesturinn tekur heldur óvænta stefnu og þróast ekki beint eins og Guðmann ætlaði sér. Allt gengur á afturfótunum, einföldustu hlutir verða flóknir og Guðmann strögglar við að leysa málin. Á köflum brýst leikhúsið inní verkið líkt og ranghugmynd og það skásta sem Guðmanni dettur í hug að gera til að fela stressið er að “detta í” að segja eina og eina sögu inná milli þess sem hann ætar sér að byrja fyrirlesturinn…

Um bókina:
Höfundur bókarinnar Ívar Rafn Jónsson hefur líkt og Finnbogi Þorkell höfundur einleiksins unnið náið með Garðari Sölva að bókinni. Í bókinni Glímt við geðklofa segir Garðar Sölvi sögu sína á einlægan og fræðandi hátt. Saga hans gefur góða innsýn í reynsluheim manns með geðklofa, lýsir vel ofskynjunum og ranghugmyndum og sýnir hversu alvarleg áhrif sjúkdómurinn getur haft á lífið. Í bókinni gerir Garðar ítarlega grein fyrir veikindum sínum, einstöku sjúkdómsinnsæi sínu og hvernig hann hefur valið í áratugi, á degi hverjum að takast á við sjúkdómin. Bókin er einstaklega handhæg og þægilega yfirlestrar, hún er mikill og eftirminnilegur innblástur fyrir alla þá sem áhuga hafa á fólki og persónulegum sigrum þess.

Umsagnir um Þú kemst þinn veg:

“Gert á afar sannfærandi og fyndinn hátt.”
Silja Aðalsteins TMM.

——————————————————————————————————-

“Skemmtilegur stígandi alla sýninguna og svo fer maður óafvitandi heim með smá böggul betri maður út í lífið. Takk fyrir mig.”
Áhorfandi utan úr bæ.

——————————————————————————————————-

….Jú það eru örfáir miðar lausir í kvöld.“
Miðasölukona í símann:

——————————————————————————————————-

„Jæja, það hefði nú ekki gengið að koma alla leið úr Rangárvallasýslu til að sjá þetta og fá svo ekki miða….“

Gömul kona: 

 

Aðstandendur verksins

 Árni Kristjánsson hefur starfað sem leikstjóri, leikritahöfundur og dagskrárgerðarmaður. Hann á eina Grímu að baki, fyrir útvarpsverkið Söng Hrafnanna sem einnig var tilnefnt til Norðurlandaverðlauna. Árna leggur nú stund á mastersnám í leikstjórn í Bristol.

Finnbogi Þorkell Jónsson er leikari, leikskáld og framleiðandi. Hann lærði leiklist í Kaupmannahöfn og ritlist við HÍ. Hann hefur leikið með frjálsu leikhópunum og framleitt sýningar undanfarin ár. Þú kemst þinn veg er fyrsta sjálfstæða leikverk Finnboga.

Jenný Lára Ómarssdóttir Jenný Lára Arnórsdóttir er leikkona, leikstjóri og framleiðandi. Hún lærði leiklist í KADA í London og hefur hefur leikið, leikstýrt og framleitt fjölda verka, og er annar af forsprökkum Uppsprettunnar – skyndileikhúss.

Stefán Ingvar Vigfússon tæknimaður með meiru. Hann er framtakssamur í nýsköpun í leiklist á Íslandi og stundar núna nám á sviðhöfundabraut við LHÍ. Stefán hefur gjarnan mörg járn í eldinum í listageiranum og er jafnvígur á öll svið leikhússins.

Svavar Knútur er landsþekktur tónlistarmaður og tónsmiður. Svavar hefur gefið út sex breiðskífur og ferðast með tónleika um allan heim. Auk þess hefur hann samið leikhústónlist fyrir leikhópa á Íslandi og í Þýskalandi.

Grafísk hönnun        Martin L Sörensen/Benjamín Mark Stacey
Ljósmyndir                Flores Axel Böðvarsson
Hjóðupptaka              Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.

 • 1. Hátíðarsýning
  01. 12 2016
  20:30 - 22:00
 • 2. Hátíðarsýning
  04. 12 2016
  20:30 - 22:00

Sýningar

 • 1. Hátíðarsýning
  01. 12 2016
  20:30 - 22:00
 • 2. Hátíðarsýning
  04. 12 2016
  20:30 - 22:00