The Rise of the Queens

Danssýningin með The Rise of the Queens sem er danshópur frá Finnlandi og Mandinga Capoeira Ísland sem er hópur hér á landi og koma þeir saman í fyrsta skipti og ætla að halda frábæra sýningu saman í Tjarnarbíói og er þetta hluti af Fest Afríka Reykjavík 2016.

Mandinga er félagsskapur tileinkaður kennslu og útbreiðslu Capoeira íþróttarinnar og hefðbundinni brasilískri menningu út um allan heim.

Einnig er ætlunin að stuðla að samtali ólíkra menningarheima þar sem samfélag þátttakenda kemur að starfseminni með opnum hug og vinsamlegu viðhorfi. Til viðbótar við það að efla hæfileika iðkenda í ákveðnum bardagaæfingum og skyldum listgreinum þá læra Capoeiristar líka um sögulegt og félaglsegt samhengi brasilískrar menningar og tilveru en Capoeira er óaðskiljanlegur hluti þess raunveruleika.

Capoeira Mandinga á Íslandi tók til starfa haustið 2014 og er því tiltölulega ungur félagsskapur. Við ætlum okkur að breiða út boðskap Capoeira á Íslandi sem og ýmis sérkenni brasilískrar menningar, eins og t.d. tónlist, dans og Capoeira.

Ekki missa af þessum frábæra viðburði!

(The dance & music production The Rise of the Queens by Menard Mponda company,combines in a unique way trad. East African dances and Afro-Brazilian capoeira)

Meðlimir með The Rise of Queens og Capoeira Island.

Jenni Kuronen-Neves
Menard Mponda
M. Beatriz Garcia Martinez
Juan Camilo Roman Estrada
Cheick Ahmed Tidiane Bangoura
Teija Autio
Marita Annika Ratia
Noora-Liina Matilda
Antti Kalevi Hursti
Timo Kalevi Henrik Järvenpää
Minna Marika Mustakangas
Elina Hannele Reunanen
Piia Katariina Seppälä
Knuutila Catherine John
Cheick Cissokho
Nikula Laura Maria Talvikki
Julia Hannele Milao
Venla Vanamo Pesonen
Janne Hietanen
Jouni Piekkari
Hannakaisa Haavisto
Veera Volanen og fleiri

Tónlist: Menard mponda, Cheick Cissokho

FEST AFRÍKA REYKJAVÍK 2016 heldur upp á sjöunda starfsár sitt í ár.

Menningarhátíðin Fest Afríka Reykjavík byrjar á miðvikudaginn 28. september með opnunartónleikum þar sem fram koma Menard Mponda & Cheza Ngoma og Skuggamyndir frá Býsans og lýkur á Sunnudagskvöld með Lokahófi Fest Afríka.

Dagskráin samanstendur af líflegu, skemmtilegum og fræðandi viðburðum sem gefa innsýn inn í afríska menningu. Tónleikar, danssýning, ljósmyndasýning, námskeið, fyrirlestrar, afrískur markaður og afrískur matur eins og hann gerist bestur.

Allar nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu Fest Afríka: www.festafrikareykjavik.com

  • The Rise of the Queens
    28. 09 2016
    20:00 - 22:00

Sýningar

  • The Rise of the Queens
    28. 09 2016
    20:00 - 22:00