The Diversion Sessions – Útgáfutónleikar

The Diversion Sessions fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar The Truth the Love the Life í Tjarnarbíói þann 9. júní.

Platan hefur fengið afar góðar móttökur, komst ofarlega á árslista síðasta árs og var plata vikunnar á Rás 2 í lok maí.

Gestaleikarar- og söngvarar plötunnar koma fram en það verður aukaslagverk, bakraddir, blásturssveit, söngvarar, fiðla, sög, gospelkór, aukagítar, synthar og fleira.

Tónleikarnir verða teknir upp enda í eina sinn sem hljómplatan verður flutt líkt og hún hljómar í raun. Fjögur ný lög verða flutt.

Markús Bjarnason hefur lengi verið virkur þátttakandi í tónlistarsenu Reykjavíkur. Hann byrjaði með The Diversion Sessions sem sólóverkefni árið 2008 en árið 2011 varð til hljómsveit með þeim Ása Þórðarsyni (trommuleikara), Georgi Kára Hilmarssyni (bassaleikara) og Marteini Sindra Jónssyni (hljómborðsleikara).

Upphitun verður í höndum Marteins Sindra Jónssonar sem flytur efni af væntanlegri smáskífu.

Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir byrja kl. 21.
Miðaverð er 2700 kr.

  • Útgáfutónleikar
    09. 06 2016
    21:00 - 23:00

Sýningar

  • Útgáfutónleikar
    09. 06 2016
    21:00 - 23:00