Krísufundur

Krísufundur
Sýningin fer fram á ensku  (Performed in English, info below)
Í verkum sínum dregur Kriðpleir leikhópur saman í eitt þræði sem spretta upp í stjórnleysi, gamanþáttum fyrir
sjónvarp og eru jafnvel að einhverju leyti skyldir efnistökum Samuels Beckett. Verkefni hópsins eru margvísleg og á stundum óyfirstíganleg, en sannleiksást meðlima og þrá þeirra eftir félagslegu samþykki og virðingu flytur oft fjöll.

Að þessu sinni eru Friðgeir Einarsson og félagar hans að setja saman meiriháttar umsókn í listasjóð. Skilafresturinn er að renna út, en þar sem þeir eru allir miklir áhugamenn um að opna dyr sínar fyrir áhorfendum og deila með þeim aðferðum sínum og efnisvali, hefur Kriðpleir tekið ákvörðun um að bjóða upp á sérstakan viðburð. 

Krísufundur er kynning á hinum undarlega heimi Kriðpleirs; upplagt tækifæri fyrir listáhugafólk og bransalið til þess að kynnast meðlimum hópsins betur, fylgjast með þeim að störfum og velta um leið fyrir sér hinum órannsakanlegu vegum sviðslistanna.
 
Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson & Ragnar Ísleifur Bragason

Konsept: Kriðpleir 
Texti & dramatúrgía: Bjarni Jónsson
Sviðsmynd: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikstjórn: Friðgeir Einarsson

 
Info in English:
 
CRISIS MEETING
Performed in English
Oscillating between anarchy, sit-com and Samuel Beckett, Kriðpleir Theater Group takes on different and – at times – completely unmanageable projects, driven by the members´ desperate longing for truth, social acceptance and respect.
This time Friðgeir Einarsson and his companions are in midst of writing a major application for the Arts Council. The guys have a deadline approaching, but being avid fans of open-door policies and the culture of sharing, they´ve decided to take time off to reveal their working methods during a series of short sessions.
“Crisis Meeting” is an introduction to the strange world of Kriðpleir; a golden opportunity for arts enthusiasts and professionals to level with the performers, watch them at work and contemplate on the mysterious ways of the performing arts.
 
Concept: Kriðpleir
On stage: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson & Ragnar Ísleifur Bragason
Dramaturgy & text: Bjarni Jónsson
Design: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Director: Friðgeir Einarsson
  • Krísufundur í Tjarnarbíói
    18. 09 2016
    20:30 - 22:30

Sýningar

  • Krísufundur í Tjarnarbíói
    18. 09 2016
    20:30 - 22:30