Í samhengi við stjörnurnar

Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne
Hverri ákvörðun fylgja óendanlegir möguleikar og ein leið getur útilokað aðra.
María og Ragnar hittast í grillveislu hjá sameiginlegum vini og á milli þeirra verður tenging. Síðan ekki söguna meir, nema þau kíki á barinn eftir á? Kannski eiga þau nótt saman, kannski heila ævi.

Leikritið Í samhengi við stjörnurnar (e. Constellations) kom öllum á óvart með einlægni sinni og frumleika og sló í gegn á West End í London og á Broadway í New York. Höfundurinn Nick Payne byggir leikritunarformið á lögmálum skammtafræði og afstæðiskenningar.

Verkið verður sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í vor í Tjarnarbíó og mun ferðast um landið haustið 2017.

Leikarar eru Hilmir Jensson og Birgitta Birgisdóttir. Leikstjóri er Árni Kristjánsson og hönnun leikmynda og búninga er Þórunn María Jónsdóttir. Framkvæmdastjóri er Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, en hún mun einnig semja tónlist og hljóðheim verksins.

Á þessari slóð er hægt að lesa nánar um verkið og styrkja það í leiðinni: https://www.karolinafund.com/project/view/1668

www.lakehousetheatre.com

 • Frumsýning
  19. 05 2017
  20:30 - 21:45
 • 2.sýning
  24. 05 2017
  20:30 - 21:45
 • 3.sýning
  26. 05 2017
  20:30 - 21:45
 • 4.sýning
  31. 05 2017
  20:30 - 21:45

Sýningar

 • Frumsýning
  19. 05 2017
  20:30 - 21:45
 • 2.sýning
  24. 05 2017
  20:30 - 21:45
 • 3.sýning
  26. 05 2017
  20:30 - 21:45
 • 4.sýning
  31. 05 2017
  20:30 - 21:45