Fyrirlestur um eitthvað fallegt

Nýtt gamanleikrit um kvíðakast aldarinnar eftir leikhópinn SmartíLab

Baldur er að hefja fyrirlestur um nýjasta listaverk sitt, en á versta tíma frýs hann. Hann er að fá sitt fyrsta kvíðakast.

Áhorfendur kynnast ótta hans, sjálfseyðingarhvöt og depurð, fólkinu í lífi hans, sem auðvelda honum ekki að takast á við kvíðakastið, né fullur salur af fólki sem bíður eftir fyrirlestrinum.

Rannsóknir sýna að á hverju ári þjást um 12% Íslendinga af óeðlilegum eða sjúklegum kvíða. Leikverkið fjallar á gamansaman hátt um þetta erfiða málefni, með það að markmiði að opna umræðuna um geðheilbrigði á Íslandi enn frekar.

Ef þú hefur upplifað kvíða, muntu tengja við margt í verkinu. Ef þú hefur ekki upplifað kvíða, gætir þú fengið innsýn í upplifun 35.000 Íslendinga sem þjást af kvíða.

Höfundur: SmartíLab-hópurinn
Leikstjóri: Sara Martí
Framkvæmdastjóri: Martin L. Sörensen
Leikmynda og búningahönnuður: Brynja Björnsdóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson (Íkorni)
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson, Sigrún Huld Skúladóttir, Guðmundur Felixson, Agnes Wild, Hannes Óli Ágústsson

 • Frumsýning
  06. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 2.sýning
  09. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 3.sýning
  18. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 4.sýning
  22. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 5.sýning
  29. 04 2017
  20:30 - 21:45

Sýningar

 • Frumsýning
  06. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 2.sýning
  09. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 3.sýning
  18. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 4.sýning
  22. 04 2017
  20:30 - 21:45
 • 5.sýning
  29. 04 2017
  20:30 - 21:45