Barry and his Guitar

Barry and his Guitar er söngleikur á ensku þar sem leikarinn, grínistinn og tónlistarmaðurinn Bragi Árnason fer með öll hlutverkin í eigin verki.

Við kynnumst Barry, feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. Einn dag kemst hann upp á kant við eitt af glæpagengjum borgarinnar og það hefur ófyrirséðar afleiðingar í för með sér!

Grínævintýri úr stórborginni, stútfullt af skemmtilegum lögum, litríkum persónum og einlægum boðskap.

Handrit, lög og textar eru öll eftir Braga. Verkið var frumsýnt í Hen and Chickens leikhúsinu í London árið 2013 og meðal annars sýnt á Edinborgarhátíðinni Fringe í fyrra.

“The lively performance is topped off with music, crime, romance and comedy, all in one. What more could we ask for to shake us up for a fresh start on a new year?” – The Reykjavík Grapevine

Aðeins ein sýning í Tjarnarbíói – 13. ágúst kl. 20:30. Tryggðu þér miða í tíma.

  • Söngleikur
    13. 08 2016
    20:30 - 21:30

Sýningar

  • Söngleikur
    13. 08 2016
    20:30 - 21:30