Algjör Áttungur

Yfirlitssýning Þórhalls Þórhallssonar fyndnasta manns Íslands 2007

Fyrir tíu árum vann hann keppnina “Fyndnasti maður íslands”. En er hann ennþá fyndinn?
Svarið er: Já.

Allavega samkvæmt mömmu hans.

“Hann hefur alltaf verið svo fyndinn þessi elska, algjör prins” segir mamma hans Þórhalls kímin en jafnframt örlítið kaldhæðin með vott af undrun.

Sumir eru vitleysingar, aðrir hálfvitar en hjá sumum virkar bara ⅛ af heilanum. Þeir eru kallaðir áttungar. Þórhallur er einn af þeim.

Í þessari sýningu mun Þórhallur fara yfir ferilinn, líf sitt sem kvíðasjúklingur og hvernig það er lifa á fornri frægð með titilinn “Fyndnasti maður Íslands” í farteskinu.

Sýningin er ekki ætluð börnum!

  • 1.sýning
    03. 03 2017
    21:00 - 22:30

Sýningar

  • 1.sýning
    03. 03 2017
    21:00 - 22:30