Á eigin fótum

Ný íslensk Bunraku brúðusýning eftir leikhópinn Miðnætti í samstarfi við Lost Watch Theatre.

Á eigin fótum er falleg, fræðandi og fjörug Bunraku brúðusýning ætluð börnum frá tveggja ára aldri og fjölskyldum þeirra. .

Á eigin fótum fjallar um Ninnu, sex ára uppátækjasama stelpu sem túlkuð er af Bunraku brúðu. Ninna sem býr í Reykjavík á millistríðsárunum, er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Nýju heimkynnin eru henni framandi og umhverfið alger andstæða þess sem hún þekkir. Erfiðar aðstæður, ofsaveður og einmanaleiki reyna á Ninnu, sem óttast mest að hitta foreldra sína aldrei aftur, en með forvitni og hugrekki eignast hún nýja vini og lærir að standa á eigin fótum.
Tónlist leikverksins er frumsamin og verður í lifandi flutningi í sýningunni sem er afar sjónræn og ekki bundin við tungumál.

Sýningin er 40 mínútur að lengd. Við sýningartímann bætist síðan leikstund þar sem börnunum gefst tækifæri á að hitta brúðuna, leikara og skoða leikmyndina.

Aðstandendur:
Leikstjóri: Agnes Wild
Höfundar: Leikhópurinn Miðnætti og Lost Watch Theatre Company
Höfundar tónlistar og tónlistarflutningur: Sigrún Harðardóttir og Margrét Arnardóttir.
Leikmynd/búningar/brúðugerð: Eva Björg Harðardóttir
Leikarar: Nick Candy, Þorleifur Einarsson, Olivia Hirst og Rianna Dearden
Framleiðandi: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Ljósahönnuður: Kjartan Darri Kristjánsson


Own Two Feet

A new Icelandic Bunraku puppet theatre by Miðnætti and Lost Watch Theatre.

Own Two Feet is a beautiful, educational and lively performance about courage,  for children aged two and above and their families.

Own two feet tells the story of Ninna, an adventurous six year old girl that lives in Reykjavík during the interwar period, who gets sent to stay summer long on a farm. This new home is unfamiliar to her and quite different to what she is used to. Difficult situation, raging weather and loneliness are hard on Ninna, who´s biggest fear is that she will never see her parents again. But with curiosity and courage she makes new friends and learns how to stand on her own two feet.

The performance includes original music which will be performed live on stage. The performance is highly visual and not tied to any specific language. The performance is 40 minutes long and afterwards the children get the opportunity to meet the bunraku puppet, the actors and view the set.

Devised and written by: Miðnætti Theatre , Lost Watch Theatre, actors and musicians.
Director: Agnes Wild
Composers and musicians: Sigrún Harðardóttir
 og Margrét Arnardóttir.
Costume- and puppet designer: Eva Björg Harðardóttir
Performers: Nick Candy, Þorleifur Einarsson, Olivia Hirst og Rianna Dearden
Producer: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Light designer: Kjartan Darri Kristjánsson

 • Frumsýning
  29. 04 2017
  15:00 - 15:40
 • 2.sýning
  30. 04 2017
  03:00 - 15:40
 • 3.sýning
  07. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 4.sýning
  13. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 5.sýning
  21. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 6.sýning
  27. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 7.sýning
  28. 05 2017
  15:00 - 15:40

Sýningar

 • Frumsýning
  29. 04 2017
  15:00 - 15:40
 • 2.sýning
  30. 04 2017
  03:00 - 15:40
 • 3.sýning
  07. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 4.sýning
  13. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 5.sýning
  21. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 6.sýning
  27. 05 2017
  15:00 - 15:40
 • 7.sýning
  28. 05 2017
  15:00 - 15:40