ÚTLEIGA

Tjarnarbíó er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur veislur, leiksýningar, fyrirlestra og tónleika.

Húsið er rúmlega 100 ára gamalt, hýsti í upphafi íshús og slökkvistöð og stendur við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur. Hér má sjá myndir af rýmum Tjarnarbíós: Salir.is

Í Tjarnarbíó er 180 sæta áhorfendabrekka og lítið mál að bæta við sætum þannig að salurinn rúmi 200 manns sitjandi. Í Tjarnarbíó er leyfi fyrir 300 manns á standandi viðburðum.

Hér er fyrirtaks förðunar- og búningaaðstaða. Húsið er leikhús í grunninn en hægt er að breyta uppsetningu á salnum þannig að hann rúmi allt að 130 manna sitjandi veislur.

Í Tjarnarbíó er ekki eldhús, en ágætis aðstaða á barnum með uppþvottavél. Tjarnarbíó á ekki borð eða stóla en við getum haft milligöngu um að fá slíkt lánað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tjarnarbíó á ekki borðbúnað fyrir stærri veislur en getur einnig haft milligöngu um að útvega hann.

Hægt er að nálgast teikningar af Tjarnarbíó hér: Jarðhæð. Önnur hæð.

Í framhúsi Tjarnarbíós er Tjarnarbarinn, afar skemmtilegt kaffihús og bar sem býður upp á léttar veitingar undir björtu glerþaki. Tjarnarbarinn hefur einkarétt á sölu á drykkjaföngum og léttum réttum í húsinu. Á Tjarnarbarnum rúmast vel 50-70 manns.

Í Tjarnarbíó eru auk þess nokkur minni rými sem hægt er að leigja, líkt og æfingasalurinn sem rúmar vel 20 manns auk þess sem gamla slökkvistöðvarportið er einstaklega skemmtilegt þegar vel viðrar utandyra. Tjarnarbió er í íbúðabyggð og hefur vínveitingaleyfi til kl. 23.

Húsið er fullbúið leikhús, með frábært hljóðkerfi, monitora og hljóðnema, fullbúið ljósum og myndvörpum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um tæknibúnað hússins hér.

Við húsið starfar fært tæknifólk sem þekkir húsið út og inn. Ef þú hefur áhuga á að leigja Tjarnarbíó undir viðburð eða vilt frá frekari upplýsingar hafðu þá samband á tjarnarbio@tjarnarbio.is.