TJARNARBARINN

Tjarnarbarinn er miðstöð lista og sköpunar þar sem gestir, starfsfólk hússins og listamenn mætast. Tjarnarbarinn sér um að þjónusta hverskonar viðburði sem haldnir eru í Tjarnarbíó og hefur heildarhagsmuni Sjálfstæðu Leikhúsanna að leiðarljósi.

Staðurinn hentar vel fyrir móttökur, fundarhöld, fyrirlestra, veislur, skemmtanir og listviðburði, með fullbúnum bar og möguleika á veitingaþjónustu.

Tjarnarbarinn hefur mikinn áhuga á að setja upp viðburði í samstarfi við listamenn. Hikið ekki við að hafa samband með hugmyndir!

Barinn er einungis opinn þegar viðburðir eru í gangi. Best er að fylgjast með dagskránni á viðburðardagatali Facebook-síðu Tjarnarbíós.

Fyrirspurnir og bókanir fara í gegnum tjarnarbarinn@tjarnarbio.is