STARFIÐ

Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra sviðslista í Reykjavík. Þar er unnið óeigingjarnt starf í þágu fjölbreytni og menningar.

 

Starfsfólk

Friðrik Friðriksson

Friðrik Friðriksson

Framkvæmdastjóri

tjarnarbio@tjarnarbio.is
S: 699-0770
Ingibjörg Huld Haraldsdóttir

Ingibjörg Huld Haraldsdóttir

Markaðsstjóri

ingibjorg@tjarnarbio.is
S: 699-2084
Hafliði Emil Barðason

Hafliði Emil Barðason

Tæknistjóri

haflidi@tjarnarbio.is
S: 866-6029
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Sviðsstjóri

bryndis@tjarnarbio.is
S: 692-0350

Gildi og stefna

Framtíðarsýnin okkar er að vera…

 • …meginvettvangur nýsköpunar í íslenskum sviðlistum.
 • …leiðandi afl hérlendis í alþjóðlegu samstarfi í sviðslistum.
 • …upplýsingamiðstöð um sviðslistir.

 

Okkar hlutverk

 • Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra sviðslista og okkar hlutverk er að reka heimilið á ábyrgan hátt.
 • Heildarhagsmunir íslenskra sjálfstæðra sviðslista og skapandi greina til framtíðar eru í fyrirrúmi.
 • Við erum í samtali við íslenskt samfélag.
 • Við þjónustum af heilindum áhorfendur og listamenn.
 • Við hjálpum listamönnum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.
 • Við stöndum fyrir því að hér sé umræða um sviðlistir á breiðum grunni.

 

Gildi

 • Í Tjarnarbíói ríkir fullkomið jafnrétti. Við komum fram af virðingu hvert við annað.
 • Við byrjum alla hugmyndavinnu á að spyrja, hvernig væri hugmyndin framkvæmd í fullkomnum heimi áður en við takmörkum okkur.
 • Í Tjarnarbíói á öllum aðstandendum að líða eins og hagsmunir þeirra og Tjarnarbíós séu hinir einu og sömu.

Markmið okkar er að…

 • …bjóða upp á fjölbreytta dagskrá af því besta og ferskasta í íslenskum sviðlistum.
 • …rekstur Tjarnarbíós verði sjálfbær til framtíðar innan 10 ára.
 • …samstarfssamningur við Reykjavíkurborg sé tryggður til langframa.
 • …listamönnum fari að þykja sjálfsagt að deila hugmyndum og skilji að styrkur okkar felst í einingu okkar og flæði hugmynda.
 • …efla alþjóðlegt tengslanet.
 • …almenningur öðlist aukinn skilning á vinnu listamanna og mikilvægi hennar fyrir þjóðfélagið.
 • …sjálfstæðum sviðslistum vaxi ásmegin sem atvinnu- og útflutningsgrein.

 

Vinnureglur

 • Ef við erum í vafa um það hvort eigi að bregðast við eða ekki, bregðumst við við.
 • Við ástundum gagnsæ vinnubrögð, vinnum fyrir opnum tjöldum og miðlum upplýsingum þannig að öllum sem starfa í húsinu séu stefna okkar og reglur ljósar.
 • Við leitum stöðugt leiða til að bæta okkur og gera betur. Mistök eru tækifæri, svo lengi sem við lærum af þeim.
X