Janúar, 1970

01jan00:0000:00THEM

Meira

Upplýsingar

“Ekki vera kelling”

Að vera karlmaður, ekkert mál!

Fjórar ungar konur með ólík sjónarmið og reynslur leggja af stað í rannsóknarferðalag til að öðlast skilning á því hvað það er að vera karlmaður í nútíma samfélagi. Allt frá því að bera hatur til karlmanna, að langa að vera karlkyns í barnæsku yfir í að geta ekki lifað lífinu án þess að hafa karlmann sér við hlið, mætast þær í forvitnlegum leiðangri um heim karlmannsins og karlmennskunnar. Breytt ímynd karlmannsins, barátta karla og kvenna fyrir jafnrétti, eitruð karlmennska – þorum við að taka stærra skref fram á við og skoða meinið við rætur þess?

“Opin umræða um kynbundnar reynslur er mikilvæg til að skilja vandamál sem eiga annars til að vera dulin fyrir öðrum en þeim sem eiga í hlut. Við finnum til ábyrgðar á að kynna okkur reynslu feðra okkar, bræðra, maka, vina og kunningja sem við, sem kvenmenn, áttum okkur mögulega ekki á. Hver er þeirra veruleiki?”

Byggt á tugum viðtala við karlmenn í hinum Vestræna heimi.

Leikstjóri: Anna Korolainen
Dramatúrg: Minerva Pietilä
Sviðsmyndahönnuður: Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Tónlist- og hljóðmynd: Kristian Pernilä
Ljósahönnuður: Markus Alanen
Framkvæmdarstjóri: Suvi Nousiainen
Art Direction: Louis Crevier
Leikarar: Anna Korolainen, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Marjo Lahti, Tinna Þorvalds Önnudóttir.

X