Mars, 2018

22mar20:3021:30Crescendo

Meira

Upplýsingar

Hvað gerist þegar líkaminn leggur við hlustir?

Þrjár konur vinna hörðum höndum að því að flétta saman einföld hreyfimunstur á dáleiðandi hátt. Þær þrá að hverfa bak við hreyfingar sínar og verða sviðsgaldrinum að bráð.

Crescendo er nýtt íslenskt dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur, umvafið reyk, rödd og rythma. Crescendo sækir innblástur í vinnusöngva, hvernig það að raula og syngja hefur verið notað í gegnum tíðina til að létta undir líkamlegri vinnu og stilla saman strengi.

Katrín Gunnarsdóttir hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir frumlegar og ögrandi sýningar sem hafa verið sýndar víða hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem dansari ársins 2017 fyrir sólóverkið Shades of History sem sýnt var í Tjarnarbíó á síðasta leikári við frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Meira á: www.katringunnarsdottir.com

Kreditlisti:
Danshöfundur: Katrín Gunnarsdóttir
Dansarar: Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir
Sviðsmynd og búningar: Eva Signý Berger
Hljóðmynd: Baldvin Magnusson
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Dramatúrgía: Alexander Roberts og Ásgerður G Gunnarsdóttir

Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó
Í samvinnu við: Bora Bora, Dansearena Nord,Dansverkstæðið, Kunstencentrum BUDA, Reykjavík Dance Festival, wp Zimmer.
Styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu

 

X