Maí, 2018

07maí20:3021:30Bergmálsklefinn

Meira

Upplýsingar

Bergmálsklefinn er ný íslensk ópera um kynjahyggju á samskiptamiðlum frá tón- leikfélaginu Aequitas Collective í samstarfi við Alþýðuóperuna.

Bergmálsklefinn kynnir sögu af 4 einstaklingum og upplifanir þeirra af Twitter. Áhorfendur dýfa sér lengst niður í dimman, absúrd og fyndinn heim samskiptamiðla og kynnast fernhyrntri tjáningu hugsana í formi 140 stafa.

Skjárinn á sviðinu verður með „Twitter feed“ í beinni þar sem áhorfendur geta tístað beint inn í atburðarrásina.

Sungið verður bæði á íslensku og ensku, en þýðingar verða birtar á skjá.

#Bergmálsklefinn notar tíst úr íslensku samfélagi orð fyrir orð til að skoða hvernig tjáning okkar á netinu mótar okkar daglega líf.  Hvar lifum við lífinu okkar? Á netinu eða fyrir utan skjáinn? Sýningin rannsakar hvort skuggi svarta skjásins sýnir raunverulegu hlið manneskjunnar og hennar raunverulegu tilfinningar. Hvað segjum við og hvað meinum við í skjóli tölvunnar?

#bergmálsklefinn #echochamber

Kreditlisti:
Aðalstyrktaraðili Alþýðuóperunnar til þessarar framleiðslu er leiklistarráð mennta- og menningarmálaráðuneytisins (Rannís) en Arts Counsil England, Reykjavíkurborg, Open Fund PRS Foundation, Íslenska óperan og Söngskóli Sigurðar Demetz hafa einnig styrkt verkefnið.

X