Febrúar, 2018

12feb(feb 12)20:30(feb 12)20:30Ahhh

Upplýsingar

Komdu, ég skal kæfa þig með kossi

 RaTaTam – Listhópur Reykjavíkurborgar 2017

Kynþokkafullur, fyndinn og ljóðrænn kabarett um vegi og vegleysur ástarinnar. RaTaTam syngur, dansar og leikur sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna.

Símtalið
Ég ætlaði ekki að svara
ef hann hringdi
en svo hringdi hann ekki
og þá varð ég brjáluð.

Skyrtan
Þarna liggur köflótta skyrtan hans
á stólnum og ég verð yfirkomin af greddu
svo gæti ég líka farið í hana
og grenjað.

Herbergi, hæð og hverfi
Ef hann var í sama herbergi var ég mjög skotin í honum
ef hann var á neðri hæðinni var ég sjúklega skotin í honum
ef hann var í öðru hverfi var ég að deyja úr ást.

Höf: Elísabet Jökulsdóttir

Aðstandendur:
LEIKSTJÓRI: Charlotte Bøving
BÚNINGAR OG SVIÐSMYND: Þórunn María Jónsdóttir
HLJÓÐHEIMUR: Helgi Svavar Helgason
LJÓSAHÖNNUN: Arnar Ingvarsson
LEIKARAR: Gudmundur Ingi Thorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir & Laufey Elíasdóttir
LISTRÆN AÐSTOÐ: Guðrún Bjarnadóttir & Hildur Magnúsdóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI AHHH! Gríma Kristjánsdóttir
LJÓÐHEIMUR: Elísabet Jökulsdóttir

ratatamratatam@gmail.com – FB: RaTaTam – +354 868 7144

 

X