fbpx

BEHIND THE SCENES

Staff

Friðrik Friðriksson

Friðrik Friðriksson

Theater Director

tjarnarbio(at)tjarnarbio.is
S: 699-0770

Sunna Ástþórsdóttir

Sunna Ástþórsdóttir

Marketing Director

sunna(at)tjarnarbio.is
S: 527-2100

Hafliði Emil Barðason

Hafliði Emil Barðason

Technical Director

haflidi(at)tjarnarbio.is
S: 866-6029

Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Stage Manager

bryndis@tjarnarbio.is
S: 692-0350
Marta Kolbuszewska

Marta Kolbuszewska

Café & Bar Managing director

tjarnarbarinn(at)tjarnarbio.is
S: 7850896

Óðinn Ásbjarnarson

Óðinn Ásbjarnarson

Box Office Manager

midasala(at)tjarnarbio.is
S: 527-2100

Values and vision

Values

 • Tjarnarbíó is the home of independent performing arts and our role is to run that home in a responsible way. Tjarnarbíó’s vested interests coincide completely with the interests of everybody involved.
 • The long-term interests of independent performing, and creative arts are always at the forefront.
 • We are in constant interlocution with society, cherish international collaboration, aim to help Icelandic artist get their works abroad and to get international artist to perform in Tjarnarbíó.
 • We always keep our work transparent and do our best to share information in a way that makes our vision, mission and rules clear to everyone.
 • At Tjarnarbíó there is perfect equality. We treat everyone, staff, artist and guests with respect.
 • If ever in doubt if to react or not, we always react.
 • We always start our concept work by thinking “in a perfect world” and then we think “why not”?
 • We are constantly working on improvements and our aim is always to do better. Mistakes are opportunities, as long as we use them as a means to learn.

 

Vision

 • That Tjarnarbíó will be recognized by artist and the public alike, as the home of independent performing arts and an art information centre. Tjarnarbíó’s shall stand for, creation, versatility, originality and quality.
 • That Tjarnarbíó will be financially sustainable within 10 years
 • That everyone aboard Tjarnarbio feels and understands that their own interests coincide with Tjarnarbíó’s interests and that we are all rowing in the same direction.
 • That Tjarnarbio is a leading power in Iceland when it comes to international collaboration.
 • That the contract between Reykjavik City and Independent Performing Arts Iceland about the operations of Tjarnarbio is secured for the long term
 • That artist realise that the way forward is to work with open doors, share ideas and that our strength is best realised through harmony, unity and an open flow of ideas.
 • That the public better understand artist’s work and it’s importance for society.
 • That Tjarnarbíó’s attendance will grow 30% annually for the next 10 years
 • That independent performing arts will grow as a profession and a trade for export.
 • That Tjarnarbíó will be a venue for discussions about performing arts, cherishing the versatility of the profession.

  Choice of projects

  Rules and regulations of management and board (Icelandic)

  Markmiðið með þessum reglum er að allir sitji við sama borð þegar kemur að umsóknum óháð tengslum, venslum eða völdum.

  Stjórn og framkvæmdarstjóri leggja við drengskap sinn að vinna heiðarlega og faglega, þannig að heildarhagsmunir sjálfstæðra sviðslista til framtíðar séu alltaf í fyrirrúmi. Ef umsókn er á vegum stjórnarmanna eða framkvæmdarstjóra hafa þeir ekki ákvörðunarvald en varamaður í stjórn MTB skal taka ákvörðun í þeirra stað. Eins ef stjórnarmaður eða framkvæmdarstjóri telja sig af öðrum sökum vanhæfa. Ef þannig vill til að fleiri en einn stjórnarmaður eiga þátt í umsókn eða telja sig vanhæfa skal næst leita til áheyrnarfulltrúa SL í stjórn MTB, þá næst tæknistjóra Tjarnarbíós, þá markaðs- og miðasölustjóra og að lokum sviðstjóra MTB. Sé meirhluti stjórnar sammála um að innan raða hennar sé hún ekki fær um að dæma verkefni á faglegum forsendum er sjálfsagt að skipa fjögurra manna nefnd til að meta umsókn. Minnst fjórir aðilar skulu meta hvert verkefni. Framkvæmdarstjóri ber ábyrgð á því að kynna sér og leggja fyrir stjórn þau gögn sem þarf til að meta hverja umsókn viku fyrir fund. Framkvæmdarstjóri hefur heimild til að setja sig í samband við listamenn og hópa sem hann telur að gætu sómt sér vel í Tjarnarbíó, en endanleg ákvörðun á vali er alltaf í höndum stjórnar samkvæmt þessum starfsreglum. Framkvæmdarstjóri hefur frelsi til að skipa dagskrá utan aðalrýmis. Hann skal vinna eftir gildum og markmiðum Tjarnarbíós og fara eftir valferlisreglum.

  Regulations for application (Icelandic)

  Þessar valferlisreglur eru hafðar til hliðsjónar hvort heldur um ræðir mat á umsóknum hópa sem sækja um sérsamning, (4 vikur í æfingatíma á sviði frítt og hagstæð skipti á miðasölu) eða listamanna og hópa sem sækja um á öðrum forsendum (vika eða minna í æfingar, föst lágmarksupphæð pr sýningu og skipting á miðasölu eftir það). Verkefnum er gefin einkunn á skalanum 1-10 fyrir hvert og eitt atriði.

  • 10%  Er umsóknaraðili í SL? Já/nei
   Nei 0 stig
   já 10 stig.
  • 5%  Hvert er nýnæmi verkefnisins í Íslensku sviðslistaumhverfi?
  • 10%  Er framkvæmdaráætlun verkefnisins skýr og raunhæf?
  • 10%  Er verkefnið líklegt til að auka hróður Tjarnarbíós og sjálfstæða geirans?
  • 5%  Má gera ráð fyrir því að verkefnið dragi að nýja áhorfendur?
  • 10%  Hvernig passar verkefnið inn í efnisskrá Tjarnarbíós með tilliti til fjölbreytileika hennar í heild?
  • 15%  Er kostnaðaráætlun verkefnisins raunhæf og innifelur hún raunhæfa markaðs og kynningaráætlun
  • 10%  Hafa forsvarsmenn verkefnisins bakgrunn, menntun og/eða reynslu sem ætti að verða til þess að raunhæft sé að ætla að þeir nái markmiðum sínum listrænt og fjárhagslega?
  • 5%  Fá listamenn og aðrir sem að verkefninu standa greitt fyrir vinnu sína?
  • 5%  Á verkefnið möguleika til markaðssóknar á erlendum vettvangi?
  • 10%  Er verkefnið líklegt til að fá góða aðsókn?
  • 5%  Á verkefnið erindi við samfélagið?

   

  Mat á viðburðum sem leigja aðstöðuna á föstu verði

  Verkefnum er gefin einkunn á skalanum 1-10 fyrir hvern lið. Framkvæmdarstjóri, tæknistjóri og markaðs- og miðasölustjóri meti verkefnin, þau verða þó alltaf kynnt stjórn til samþykktar).

  • 30%  Er viðburðurinn líklegur til að auka hróður Tjarnarbíós?
  • 10%  Er viðburðurinn líklegur til að draga að sér hóp sem annars kæmi líklega ekki í Tjarnarbíó?
  • 50%  Er viðburðurinn líklegur til að geta greitt umsamda leigu?
  • 10%  Er viðburðurinn með góða markaðs og kynningaráætlun sem er fjármögnuð?

  More regulations (Icelandic)

  Framkvæmdarstjóri, tæknistjóri og formaður stjórnar eða staðgengill hans meta þessar umsóknir. Umsækjandi verður að vera tilbúinn að kynna verkefnið og verkferlið fyrir gestum Tjarnarbíós á vinnuferlinu. Æskilegt er að viðkomandi skilji eftir sig verk.

  • 15%  Hefur verkefnið rannsóknargildi?
  • 15%  Er verkefnið nýnæmi?
  • 15%  Er verkefnið/umsækjandi líklegt/ur til að auka hróður Tjarnarbíós?
  • 15%  Er umsækjandi/umsækjendur með háskólapróf í listum eða hefur/hafa sambærilega reynslu?
  • 10%  Er umsækjandi tilbúinn að vinna fyrir opnum dyrum?
  • 10%  Má ætla að ruðningsáhirf verði af verkefninu?
  • 10%  Eru áætlanir umsækjanda um verkefnið raunhæfar?
  • 10%  Er verkefnið fjármagnað?

   

  Erlend samstarfsverkefni

  Það á að vera akkur Tjarnarbíós að stunda öflugt samstarf við erlenda sviðslistamenn og hópa. Markmiðið er að auðga íslenskt sviðslistalíf og auka möguleika íslenskra sviðslistamanna og hópa á að leita nýrra markaða með verk sín.

  • 15%  Er verkefnið líklegt til að auka hróður Tjarnarbíós?
  • 20%  Er verkefnið sjálfbært að öðru leiti en að vanta húsnæði og tíma?
  • 10%  Er verkefnið nýnæmi í íslensku sviðslistaumhverfi?
  • 10%  Er verkefnið líklegt til að fá aðsókn?
  • 10%  Er líklegt að ruðningsáhrif verði af verkefninu?
  • 10%  Er verkefnið liður í tenglsamyndun íslenska sviðslitageirans til framtíðar?
  • 10%  Er verkefnið vel fjármagnað?
  • 10%  Eru þeir sem að verkefninu standa fagfólk og áætlanir þeirra og væntingar til Tjarnarbíós og Íslands raunhæfar?

   

  Barnastarf á virkum morgnum

  Sýningar fyrir hádegi (kl 9 t.d., eða fyrir hádegi á mánudögum) sem þurfa ekki, ef vel er að skipulagi staðið að raska æfingatíma hópa í húsinu að neinu marki. Þessir hópar þurfa að lágmarki að greiða þann kostnað sem fellur til vegna sýningarinnar. Skilyrði að hópar sem fá þessi afnot að húsinu séu félagar í SL.

  • 20%  Er verkefnið hrein viðbót við dagskrá Tjarnarbíós?
  • 20%  Er verkefnið þannig í laginu að auðvelt er að standa að skiptingum, uppsetningu og frágangi þannig að það raski sem minnst annarri starfsemi í húsinu?
  • 15%  Fá aðstandendur greitt fyrir vinnu sína?
  • 15%  Er verkefnið fært um að greiða leigu?
  • 15%  Er verkefnið líklegt til að draga að sér áhorfendur sem önnur dagskrá á sama tíma í húsinu er ekki að höfða til?
  • 15%  Er verkefnið liður í að Tjarnarbíó uppfylli samstarfsamning við Reykjavíkurborg?
  X